Þungar ávirðingar

Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, Birgir Jakobsson, ber íslenska sérfræðilækna þungum sökum í grein sem birtist í  Morgunblaðinu sl. föstudag. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem greinarhöfundur setur fram rangfærslur í svipuðum dúr en vonandi er að margendurteknar skýringar og leiðréttingar frá læknum nái að lokum augum og eyrum ráðamanna.

Atvinnurógur getur haft alvarlegar afleiðingar. Í þessu tilfelli kemur hann beint úr æðstu valdastöðum heilbrigðiskerfisins. Það eykur enn frekar á alvöru málsins. Ígrein aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra falla enn á ný órökstuddir sleggjudómar um sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og hér er þeim helstu svarað í örstuttu máli.  

Sjá grein eftir Birnu Jónsdóttur, Reyni Arngrímsson, Stein Jónsson, Þorbjörn Jónsson og Þórarin Guðnason í Morgunblaðinu