Sveigjanleg starfslok fagnaðarefni

„Við fögn­um þeirri grund­vall­ar­hugs­un að gera starfs­lok lækna sveigj­an­legri,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag (19.7.2022).

Sem kunn­ugt er boðar Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra nú að breyta lög­um á þann veg að há­marks­ald­ur fólks, sem starfar í heil­brigðisþjón­ustu hjá hinu op­in­bera, svo sem á sjúkra­hús­um og heilsu­gæslu, verði 75 ár.

„Til­lag­an mætti vera bet­ur und­ir­bú­in, því með öllu er óljóst hver kjör lækna eigi að vera, kjósi þeir að starfa áfram á aldr­in­um 70-75 ára,“ seg­ir Stein­unn. Af hálfu Lækna­fé­lags Íslands seg­ir hún þá kröfu ský­lausa að lækn­ar á þess­um aldri njóti að öllu leyti sömu kjara og þeir sem yngri eru. Ekki sé þó ljóst í til­lögu ráðherr­ans, hvort slíkt sé tryggt.

„Eins vek ég at­hygli á því orðalagi að vand­inn í sér­hæfðri sjúkra­húsþjón­ustu teng­ist mest mönn­un hjúkr­un­ar­fræðinga og sjúkra­liða. Lækna­fé­lagið vill und­ir­strika að vand­inn felst ekki síður í mik­illi mann­eklu meðal lækna og mik­il­vægt er að ekki sé horft fram hjá þeirri staðreynd í op­in­berri umræðu,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir.

Sjá viðtal við Steinunni í Morgunblaðinu

Sjá frétt á mbl.is