Við erum bara mjög aftarlega

Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, kveðst hafa gríðarleg­ar áhyggj­ur af ástand­inu á Land­spít­al­an­um. „Maður á bara erfitt með að treysta á að hægt sé að tryggja ör­yggi sjúk­linga við þess­ar aðstæður, þessa miklu mann­eklu og álag. Lækn­arn­ir á bráðamót­tök­unni hafa und­an­far­in sum­ur átt mjög erfitt með að fá sín lög­bundnu frí og ég held að þetta hafi aldrei verið verra held­ur en núna,“ seg­ir hún í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Lækna­fé­lagið hafi áhyggj­ur af því að starfs­fólk sem vinn­ur und­ir gríðarlegu álagi nái ekki að taka út sitt frí, sem sé einnig hugsað sem hvíld­ar­tími. „Starfið krefst þess að þú sért al­gjör­lega með allt upp á hundrað pró­sent og til þess þarf fólk að vera út­hvílt.“ Seg­ir hún skort á legu­rým­um vera helsta vand­ann hvað varðar stöðuna á bráðamót­tök­unni. „Bráðamót­tak­an get­ur ekki vísað nein­um frá, eðli máls sam­kvæmt, og þá nátt­úru­lega birt­ist þessi stífla og skort­ur á úrræðum í kerf­inu lang­mest þar.“


Sjá viðtalið við Steinunni í heild sinni HÉR