Læknislistin og lífið

Læknislistin og lífið er fimm daga námskeið sem er sérsniðið fyrir lækna í samvinnu við Læknafélag Íslands. Áhersla er lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið, meðvirkni - orsakir, einkenni og áhrif á sambönd og samskipti. Skoðaðar leiðir til að efla færni í líf og starfi.
Læknar geta sótt um að nýta kjarasamningsbundin námsréttindi, námsdaga á launum, skráningargjald, ferðakostnað og dagpeninga fyrir gistingu og fæði vegna þessa námskeiðs. 

Hvenær: 09.-13. maí 2022
Hvar: Hótel Grímsborgir (5 stjörnu hótel)
Verð kr. 286.000, hægt er að nýta kjarasamningsbundin námsréttindi lækna
Innifalið: Gisting í einbýli 4 nætur, matur og öll dagskrá. Takmarkaður fjöldi
Skráning
er HÉR  eða margret@lis.is

Nánari upplýsingar: Kristín 860 8895 / Gyða Dröfn 697 4545

Sjá einnig viðtal sem birtist í Læknablaðinu  

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðslu, slökunar og viðveru í náttúrunni.
Hlúð er vel að þátttakendum, bæði líkamlega og andlega á dásamlegum stað í fallegri náttúru. Heilnæmur matur og gisting á Hótel Grímsborgum, sem er einstaklega friðsæll staður með fallega fjallasýn.

Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur sinnt kennslu, heilsueflingu og forvörnum síðan í Læknadeild HÍ. Kristín kennir við Læknadeild HÍ og í Opna Háskólanum í HR, sinnir fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún situr í stjórn FÍB, er læknir við RNSA og formaður Fræðslustofnunar LÍ.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir er lýðheilsufræðingur EMPH og meðferðaraðili í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody (PIT). Hún kennir í Opna Háskólanum í HR og sinnir fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gyða Dröfn stendur einnig fyrir heilsutengdum málþingum og námskeiðum. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.

Erla Gerður Sveinsdóttir er heimilislæknir og lýðheilsufræðingur MPH. Hún er sérhæfð í offitumeðferð og ráðgjöf um heilsueflingu. Hún starfar sjálfstætt við meðferð offitu og fræðslu og vinnur að nýju heilsueflingarverkefni fyrir konur innan HH.