Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu

Hinn 16. júní sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við tvo bæklunarlækna, þá Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson. Ráða má að tilefni viðtalsins hafi verið að heyra viðhorf þeirra félaga til nýsamþykktrar stefnu heilbrigðisráðherra fyrir heilbrigðiskerfið fram til ársins 2030. brigðiskerfið fram til ársins 2030. Viðtalið tók reyndur blaðamaður við Morgunblaðið og virðist hún hafa gert sér far um að gefa læknunum kost á að lýsa skoðunum sínum á stefnunni, stöðunni almennt og aðgerðum stjórnvalda en ekki sínum eigin skoðunum eins og fréttamenn freistast stundum til.

Nokkrum dögum síðar birtist grein eftir aðstoðarmann heilbrigðisráðherra, sem segir læknana hafa fengið að „ryðja úr sér hálfsannindum og sleggjudómum, sem ekkert hafa með heilbrigðisstefnu að gera og blaðamaður gleypir við öllu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga“ enda sé augljóst að hvorugur læknanna „hefur lesið stefnuna né heldur hefur blaðamaðurinn undirbúið sig fyrir viðtalið með því að kynna sér málið“.

Sjá grein eftir Sigurð Björnsson í Morgunblaðinu 3.7.2019