oldungadeild-li-xng.jpg

Öldungadeild LÍ

Öldungadeild Læknafélags Íslands er félagsskapur lækna sem orðnir eru 60 ára og eldri.
Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum eldri lækna og viðhalda tengslum þeirra innbyrðis. Felst það starf í reglulegum fundum þar sem fram koma áhugaverðir fyrirlesarar, heimsóknum á staði og stofnanir og ferðalögum innan lands sem utan. 

Fréttir

Ágætu félagar, Hér er nýkjörinn ritari að þreifa sig áfram á vefnum okkar og set hér inn örstutta fundargerð um stjórnarskiptin. Á eftir að læra að setja inn fundargerðir á réttan stað. Með kveðju, Helga M. Ögmndsdóttir
23.06.2021

Fréttir

Ársskýrsla Öldungadeildar LÍ 2019 - 2020 og 2020 - 2021. Aðalfundur Öldungadeildar Læknafélags Íslands 26. mai 2021 Skýrsla formanns fyrir starfsárið 2019 - 2020 og starfsárið 2020 - 2021 Kosningar: Á aðalfundi 3. mai 2019 höfðu allir stjórnarmenn að undanskilinni Halldóru Ólafsdóttur, setið í tvö ár og voru þau öll endurkjörin á fundinum, til tveggja ára. Stjórnin var því áfram skipuð þannig : Kristófer Þorleifsson formaður, Jóhannes M. Gunnarsson ritari , Guðmundur Viggósson gjaldkeri og Margrét Georgsdóttir og Halldóra Ólafsdóttir meðstjórnendur. Í öldungaráð voru kjörnir: Hörður Alfreðsson, Magnús B. Einarsson, Reynir Þorsteinsson, Snorri Ingimarsson og Þórarinn E. Sveinsson. Skoðunarmenn reikninga: Eyjólfur Haraldsson og Þorkell Bjarnason. Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu: Magnús Jóhannsson. Enginn aðalfundur var haldinn í maí 2020, vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19. Því er þessi aðalfundur fyrir tvö starfsár, 2019 - 2020 og 2020 – 2021. Starfsárið 2019 - 2020 hófst með hefðbundnum hætti þar til covid-19 faraldurinn brast á, í mars 2020 og fella þurfti niður bæði fundi í apríl og maí 2020 og fresta aðalfundi. Haldnir voru 7 fræðslufundir, 2 fundir stjórnar- og öldungaráðs, auk nokkurra stjórnarfunda. Fræðslufundirnir voru frábærlega vel sóttir, oftast á milli 60 -70 manns og á best sóttu fundina um 90 manns. Eins og áður var tíminn fyrir fund alltaf jafnvinsæll , þar sem menn ná að rabba saman yfir kaffi og meðlæti. Fræðslufundir: Þann 3. maí 2019 var haldinn aðalfundur og eftir hann var gert hlé, en síðan hófst 25. ára afmælishátíð Öldungadeildar, sem haldin var í Hvammi á Grand Hótel. Hátíðinni stjórnaði Kristófer Þorleifsson formaður Öldungadeildar LÍ. Hann bauð gesti velkomna og gat þess að stofnfundur Öldungadeildar Læknafélags Ísland hefði verið haldinn 7. maí 1994. Alls mættu 45 gestir á hátíðina og snæddu saman gómsæta 3ja rétta máltíð. Á hátíðinni var Sigurður Egill Þorvaldsson gerður að heiðursfélaga , en hann var formaður félagsins frá 2009 til 2013. Formaður afhenti Sigurði heiðursskjal og eiginkonu hans Jónu Þorleifsdóttur, blómvönd. Undir borðum flutti Reynir Tómas Geirson fyrrv. prófessor og forstöðulæknir á Kvennadeild Landspitalans, fræðsluerindi sem hann nefndi „Normannar og Engilsaxar - Um saumaða sögu“, og sem gerður var góður rómur að. Þann 16. október 2019, flutti Oddur Sigurðsson jarðfræðingur, erindi um „Bráðnun jökla og loftslaagsbreytingar ". Þann 6. nóvember 2019, flutti Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélag Ísland og fyrrverandi þjóðgarðsvörður erindi um „Kóngsveginn og konungskomuna 1907 „. Þann 4. desember 2019, flutti Sigurður E. Þorvaldsson erindi sem hann nefndi “ Hvernig datt þér í hug að fara í frönskunám og skrifa lokaritgerðina um 16. aldar lækni?“ um föður franskra skurðlækninga Ambrois Paré (1510-1590). Þann 8. janúar 2020, flutti Ingimundur Gíslason augnlæknir erindi sem hann nefndi “ Um ferð í þjóðgarð í Alaska“. Þann 5. febrúar 2020, flutti Árni Bragason landgræðslustjóri erindi sem hann nefndi „ Að græða landið og loftslagsvá“. Þann 4. mars 2020, flutti Torfi Magnússon læknir fyrirlestur sem hann nefndi „Valdavíma - valdafíkn – valdhroki „. Fella varð niður fræðslufund 1. apríl 2020, þar sem prófessor emeritus Höskuldur Þráinsson ætlaði að fjalla um " Vestur Íslendinga og Vestur íslensku „ sökum samkomubanns vegna Covid-19 faraldursins, svo og fræðslufund sem átti að vera 6. mai 2020, þar sem Jón Magnússon hrl. og fyrrverandi þingmaður ætlaði að fjalla um „Sjálfstæðisbaráttu Kúrda „. Þá þurfti að fresta aðalfundi sem halda átti 6. mai 2020, af sömu ástæðu. Hefja átti fræðslufundi á ný eins og hefð var fyrir, í október 2021 sem ekk tókst vegna Covid-19 faraldursins og ekki gafst tækifæri til að funda frá október 2020 til og með febrúar 2021, af sömu orsökum. Þann 3. mars 2021, fluttu EiríkurJónsson þvagfæraskurðlæknir og Jón Torfason sagnfræðingur, erindi sem þeir nefndu „Saga af sulli - umfjöllun um sullaveiki ". Enginn fundur var haldinn í apríl 2021, sem áður vegna fjöldatakmarkanna vegna Covid-19. Aðalfundur verður haldinn að öllu óbreyttu, 26. maí 2021 og eftir hann mun Reynir Tómas Geirsson fyrrv. prófessor og forstöðulæknir á Kvennadeild Landspitalans, flytja fræðsluerindi sem hann nefnir “Hún tók aðeins á móti einu barni „.   Vefsíðan og Læknablaðið. Í samræmi við ákvörðun aðalfundar Læknafélags Íslands 2017, hættu Öldungar að fá Læknablaðið án endurgjalds, en fá það gegn greiðslu. Magnús Jóhannsson ritstýrir síðu okkar í Læknablaðinu. Skrifstofa L.Í. Við höfum jafnan fengið afar góða þjónustu skrifstofufólksins, sem hér er þökkuð. Þau annast skráningu í Öldungadeildina og í ferðir ásamt fleiru. Áríðandi er að hafa rétt netföng og farsímanúmer á skrá deildarinnar. Ferðalög. Á síðustu tveimur starfsárum voru farnar tvær ferðir innanlands og ein ferð til útlanda. Ferð Öldungadeildar LÍ „Norður í Árneshrepp á Ströndum“ 22.-24. ágúst 2019. Í ferðinni voru 26, auk bílstjóra. Gist var í tvær nætur á Hótel Djúpuvík, og þar snæddir morgunverðir og kvöldverðir. Ferðast var til Norðurfjarðar og í Ingólfsfjörð. Verksmiðjan í Djúpavík skoðuð, allt undir góðri leiðsögn Héðins Ásbjörnssonar. Á heimleið var áð á Hólmavík og öllum boðið í frábæra garðveislu, hjá þeim hjónum Ingimar Hjálmarssyni lækni og konu hans Sigríði Birnu Ólafsdóttur. Ferðin þótti takast afar vel og rómuðu allir frábæra leiðsögn Héðins. Ferð Öldungadeildar LÍ á Snæfellsnes , 22.-24. ágúst 2020. Í ferðinni voru 36, auk bílstjóra. Gist var í tvær nætur að Hótel Görðum í Staðarsveit og þar snæddir morgunverðir og kvöldverðir. Fararstjórar voru Kristófer Þorleifsson og Óttar Guðmundsson. Sæmundur Kristjánsson fyrrverandi hafnarvörður í Rifi, fylgdi hópnum fyrri daginn sem leiðsögumaður. Ferðin tókst afbragðsvel og Sæmundi þökkuð góð leiðsögn. Ferð Öldungadeildar LÍ til Balkan landa 19. september til 2. októbers 2019. Fimmtudaginn 29. október 2019, hélt 25 manna hópur öldunga og maka í flug frá Keflavík til Búdapest í Ungverjalandi. Með í för voru tveir frarastjórar á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic, þau Ómar Banine eiganda ferðaskrifstofunnar og Irene Kojic, sem er serbneskumælandi, en hún er hálfur Íslendingur og hálfur Serbi. Ferðast var í 14 daga um Serbíu, Svartfjallaland, Króatíu og Bosniu-Herzegoveniu og tókst ferðin í alla staði vel. Stjórnin vill að lokum þakka Læknafélagi Íslands og starfsfólki á skrifstofunni fyrir alla þá aðstoð sem veitt hefur verið. Garðabæ 15. mai 2021 Kristófer Þorleifsson, formaður Öldungadeildar Læknafélags íslands.
21.05.2021

Fréttir

. Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Hér með er boðað til aðalfundar Öldungadeildar Læknafélags Íslands fyrir árin 2019-2020 og 2020-2021 sem haldinn verður miðvikudaginn 26. mai 2021 að Hlíðasmára 8 Kópavogi 4.hæð Kl 16-17 Aðalfundur. Dagskrá aðalfundar 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla gjaldkera. 3, Umræður um skýrslur stjórnar og gjaldkera. 4. Kosning: a. formanns, b. gjaldkera, c. ritara, d. meðstjórnenda. 5. Kosning: a. þriggja í öldungaráð, b. tveggja endurskoðenda. 6. Ákveðið árgjald næsta árs 7. Lagabreytingar. 8. Önnur mál Að loknum aðalfundi félagsfundur þar sem Reynir Tómas Geirsson mun flytja erindi sem hann nefnir: ” Hún tók aðeins á móti einu barni” Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ Formaður Öldungadeildar Heimasími 5641658 og farsími 8245271 kristofert@simnet.is ========================================================= Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og meðlæti meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana.
21.05.2021

Stjórn Öldungadeild LÍ

Kristófer Þorleifsson formaður
Jóhannes Gunnarsson ritari
Guðmundur Viggósson gjaldkeri
Margrét Georgsdóttir
Halldóra Ólafsdóttir

 

Öldungaráð:

Hörður Alfreðsson
Magnús B. Einarsson
Reynir Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þórarinn E. Sveinsson

 

Skoðunarmenn reikninga:

Eyjólfur Haraldsson
Þorkell Bjarnason

 

Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu:

Magnús Jóhannsson