oldungadeild-li-xng.jpg

Öldungadeild LÍ

Öldungadeild Læknafélags Íslands er félagsskapur lækna sem orðnir eru 60 ára og eldri.
Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum eldri lækna og viðhalda tengslum þeirra innbyrðis. Felst það starf í reglulegum fundum þar sem fram koma áhugaverðir fyrirlesarar, heimsóknum á staði og stofnanir og ferðalögum innan lands sem utan. 

Fréttir

Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Þá fer starfið hjá okkur að komast í gang á ný. Vegna Covid-19 faraldursins þurftum við að fella niðu bæði apríl og mai fundi og þarmeð aðalfundinn sem átti að vera í mai.. Öldungadeildin fór í velheppnaða sumarferð á Snæfellsnes dagana 22.-24.ágúst og voru þátttakendur alls 34.. Fundadagskrá fram til áramóta verður eftirfarandi Miðvikudaginn 7. október 2020 Saga af sulli: umfjöllun um sullaveiki. Fyrirlesarar Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir og Jón Torfason sagnfræðingur Eftir fundinn kl 17.30: Aðalfundur öldungadeildar sem frestað var í vor vegna COVID-19 Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 Thorvaldsen í Róm og Reykjavík. Fyrirlesari Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir Miðvikudaginn 2.desember 2020 Sturlunga geðlæknisins. Fyrirlesari Óttar Guðmundsson geðlæknir Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ Formaður Öldungadeildar Heimasími 5641658 og farsími 8245271 kristofert@simnet.is
17.09.2020

Fréttir

Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Sumarferð öldungardeildar LÍ verður dagana 22.-24. ágúst þ.e. laugardegi til mánudags. Gist verður í 2 nætur á gistiheimiliinu Langaholti í Staðarsveit, Sjá verðskrá hér neðar. Farið verður um allt Snæfellsnes undir leiðsögng og fararstjórn Kristófers Þorleifssonar og Óttars Guðmumdssonar svo og heimamanna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til formanns fyrir 15. júlí á netfangið kristofert@simnet.is eða í síma 8245271. Nánar um heildarverð og innágreiðslu síðar. Öldungadeild læknafélags Íslands Tilboðs verðlisti fyrir gistingu og veitingar Helgin 22-24.08.2020 Heildarfjöldi herbergja 40/Total number of rooms 40 Virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum Morgunverður ávallt innifalinn Tilboð = 3.000 kr. Af listaverði auk 50% afsláttar af nótt tvö og/eða fleiri nóttum Herbergjalýsing/Room description Fj.Herb. í verðflokki Listaverð 2020 Tilboðsverð 50% nótt 2 Basic - Single (útsýni að bílastæði, til fjalla og hafs) 1-9 13.000 kr. 10.000 kr. 5.000 kr. Basic - Double (útsýni að bílastæði, til fjalla og hafs) 1-8 18.000 kr. 15.000 kr. 7.500 kr. Standard - Single (útsýni til jökuls, fjalla og hafs) 1-11 15.000 ISK 12.000 ISK 6.000 kr. Standard - Double (útsýni til jökuls, fjalla og hafs) 1-11 20.000 ISK 17.000 ISK 8.500 kr. Standard - Triple (útsýni til jökuls, fjalla og hafs) 1-7 25.000 ISK 22.000 ISK 11.000 kr. Standard - Family - 4prs. (útsýni til jökuls, fjalla og hafs) 1 30.000 ISK 27.000 ISK 13.500 kr. Comfort - Double (útsýni til jökuls, fjalla og hafs) 18 25.000 ISK Með kveðju, Kristófer
05.07.2020

Fréttir

Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Næsti fundur Öldungadeildar sem jafnframt átti að verða aðalfundur 6. mai fellur niður vegna samkomubanns í tengslum við Covid- 19.Boðað verður til nýs fundar og aðalfundar í haust. Engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi ferðalög . Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ Formaður Öldungadeildar Heimasími 5641658 og farsími 8245271 kristofert@simnet.is
23.04.2020

Stjórn Öldungadeild LÍ

Kristófer Þorleifsson formaður
Jóhannes Gunnarsson ritari
Guðmundur Viggósson gjaldkeri
Margrét Georgsdóttir
Halldóra Ólafsdóttir

 

Öldungaráð:

Hörður Alfreðsson
Magnús B. Einarsson
Reynir Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þórarinn E. Sveinsson

 

Skoðunarmenn reikninga:

Eyjólfur Haraldsson
Þorkell Bjarnason

 

Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu:

Magnús Jóhannsson