oldungadeild-li-xng.jpg

Öldungadeild LÍ

Öldungadeild Læknafélags Íslands er félagsskapur lækna sem orðnir eru 60 ára og eldri.
Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum eldri lækna og viðhalda tengslum þeirra innbyrðis. Felst það starf í reglulegum fundum þar sem fram koma áhugaverðir fyrirlesarar, heimsóknum á staði og stofnanir og ferðalögum innan lands sem utan. 

Fréttir

Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Vegna fjöldatakmarkana af völdum Covid hafa allir fundir öldungadeildar frá og með apríl 2020 fallið niður. Þar sem nú mega 50 koma saman ef gætt er að 1 metra millibili ef um óskylda aðila er að ræða og grímuskylda virt, hefur verið ákveðið hefja fundastarfið á ný. Næsti fundur Öldungadeildar verður því haldinn miðvikudaginn 3. mars 2021 . Þá munu EiríkurJónsson þvagfæraskurðlæknir og Jón Torfason sagnfræðingur, flytja erindi sem þeir nefna „Saga af sulli "umfjöllun um sullaveiki " Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ Formaður Öldungadeildar Heimasími 5641658 og farsími 8245271 kristofert@simnet.is ========================================================= Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og meðlæti meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana.
25.02.2021

Fréttir

Ágætu öldungar Tilkynning frá LÍ Sæll Kristófer Geturðu sent út póst til félagsmanna í Öldungadeild um að öldungar fái sérstakt afsláttarverð á þátttökugjaldi á Læknadaga 2021. Til að virkja afsláttinn þarf að nota afsláttarkóðann A2021 og þá greiða öldungar einungis kr. 5.000 fyrir þátttökuna. Skráning er hér: https://laeknadagar.velkomin.is/ (best að nota Google Chrome eða Fireforx). Læknadagar 2021 verða rafrænir og verður dagskráin aðgengileg í mánuð á netinu. b.kv. Margrét ______________________________ Margrét Aðalsteinsdóttir Læknafélag Íslands Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ
05.01.2021

Fréttir

Fundir öldungadeildar Ágætu öldungar Því miður hafa allir haustfundir öldungadeildar fallið niður vegna Covid-19 Ljóst er þegar í dag að janúar fundur fellur niður vegna fjöldatakmarkanna og samkomubanns.Óvíst er því hvenær við getum hafið starfið á ný. Því miður tókst ekki að halda aðalfund í ár vegna Covid-19 og því verður væntanlegur aðalfundur í mai 2021 aðalfundur tveggja ára 2020 0g 2021. Á aðalfundi í mai lýkur 4 ára setu núverandi stjórnar og því tímabært að huga að nýrri stjórn og eru uppástungur um nýjan formann, gjaldkera og ritara vel þegnar. Nánar síðar um fundi þegar fjöldatakmörkunum léttir. Að lokum óska ég öllum félagsmönnum gleðillegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir góð samskpti á árinu Með kveðju, Kristófer ========================================================= Kristófer Þorleifsson, læknir Urðarhæð 6, 210 Garðabæ Formaður Öldungadeildar Heimasími 5641658 og farsími 8245271 kristofert@simnet.is
23.12.2020

Stjórn Öldungadeild LÍ

Kristófer Þorleifsson formaður
Jóhannes Gunnarsson ritari
Guðmundur Viggósson gjaldkeri
Margrét Georgsdóttir
Halldóra Ólafsdóttir

 

Öldungaráð:

Hörður Alfreðsson
Magnús B. Einarsson
Reynir Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þórarinn E. Sveinsson

 

Skoðunarmenn reikninga:

Eyjólfur Haraldsson
Þorkell Bjarnason

 

Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu:

Magnús Jóhannsson