Margir kollegar hafa kvartað yfir að fá ekki lengur póst frá Öldungadeildinni. Oftast er ástæðan sú að það netfang sem pósturinn var sendur í sé ekki lengur virkt. T.d. eru mjög margir skráðir með netfang hjá Landspítala eða hjá Heilsugæslunni sem ekki er lengur virkt eftir að þeir hættu störfum. Einnig getur viðkomandi hafa óvart smellt á "Unsubscribe" eða einhver óþekkt villa valdið þessu. Þegar fjölpóstkerfi Öldungadeildar (Mailchimp) er búið að merkja viðtakandann sem óvirkan eða ekki óska eftir pósti þá getum við ekki breytt því, frumkvæðið verður að koma frá viðkomandi. Það er sérstök síða til að óska eftir að fá póst ("Subscribe") og bendum við ykkur á að fara inn á hana, skrá nafn og netfang eins og við á og staðfesta. Oftast biður síðan þá um sönnun á að um sé að ræða manneskju en ekki tölvu með svokölluðu "Captcha" sem þið væntanlega hafið lent í áður. Þá á gamla netfangið að virkjast aftur sé það ennþá virkt eða hið nýja sett inn sé um það að ræða / VJ
Hér er hlekkur á skráningarsíðuna
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13