felag-rontgenlaekna-jde.jpg

Félag röntgenlækna

Félag íslenskra röntgenlækna

Fréttir

Sælir félagsmenn! Stjórn félags íslenskra röntgenlækna boðar til aðalfundar félagsins 2. Febrúar 2023 kl. 19 í Bragganum við Nauthól. Boðið verður uppá léttar veitingar og drykki og því gott að vita hverjir koma til að áætla fjölda. Ef einhvern vantar á listann þá má gjarnan senda áfram fundarboðið. Fundur verður haldinn skv. fundarsköpum í lögum félagsins á lis.is en þar sem engin í núverandi stjórn gefur kost á frekari stjórnarsetu er óskað eftir framboðum í stöðu formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Þá gefur undirritaður ekki lengur kost á sér í stjórn Norræna röntgenlæknafélagsins og óskað er því eftir framboði í það embætti. Ef ekki berst framboð í stjórn er til vara lögð fram tillögur um lagabreytingar á lögum FÍR: 1. Lagt er til að stjórn félags íslenskra röntgenlækna (FÍR) sé heimilt að leita liðsinnis Læknafélags Íslands (LÍ) um að varðveita skráningargögn, bankareikninga, innistæður og önnur gögn FÍR ef ekki fæst framboð til stjórnar á löglega boðuðum aðalfundi 2. Febrúar 2023 og engin virk stjórn verður starfandi í félagi íslenskra röntgenlækna í kjölfar fundar. 2. Lagt er til að félagið muni þá ekki vera með virka starfsemi innanlands, að innheimta árgjalds verði hætt og að greiðslur félagsins til alþjóðlegra, norrænna og evrópskra félagasamtaka verði hætt þangað til starfsemi FÍR verður endurvakin. 3. Öllum starfandi röntgenlæknum/sérfræðingum í myndgreiningu á Íslandi sem greiða félagsgjöld til Læknafélags Íslands er heimilt að boða til aðalfundar FÍR með hefðbundnum tveggja vikna fyrirvara ef fram koma framboð í stjórn FÍR og dugar þá helmingur greiddra atkvæða fundarmanna til að kosning á stjórn sé talin gild. Kveðja fyrir hönd stjórnar, Helgi Már Jónsson Formaður félags íslenskra röntgenlækna
18.01.2023

Fréttir

IDOR 2021 - Interventional Radiology and its essential role in treating patients
03.11.2021

Fréttir

Fundargerð aðalfundar
28.10.2021

Tengdar síður

Stjórn Félag röntgenlækna

Formaður
Hjalti Már Þórisson

Ritari
Haraldur Bjarnason

Gjaldkeri
Arnar Þórisson

Meðstjórnandi
Guðrún Lilja Óladóttir Briem