Vill sjá nýja geðdeild byggða - Karl Reynir á Vísi

„Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala,“ segir í grein Karls Reynis Einarssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands. Greinin ber yfirskriftina: Byggjum nýtt geð­sjúkra­hús.

„Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi.“

Lesa má greinina í heild sinni hér.