Vill reglur um meðhöndlun fylliefna - Jenna á Vísi

Ekki eru ekki til nein lög eða verklagsreglur á meðhöndlun fyllingarefna á Íslandi. Það er mikið áhyggjuefni, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni í viðtali við Vísi.

„Þetta er búið að vera mikið vandamál á Íslandi því að fylliefni eru ekki skilgreind sem lyf. Í dag eru þau skilgreind eins og snyrtivara og því þarf enga sérmenntun til að nota efnið.“ Hún bendir á að því geti hver sem er sprautað efninu í skjólstæðinga sína.

„Við sem störfum við húðlækningar, höfum verið að berjast fyrir þessu í langan tíma, að fá þetta efni skilgreint sem lækningarvöru,“ segir Jenna.

„Við höfum verið að þrýsta á Landlækni og heilbrigðisráðuneytið til að koma á almennilegu regluverki varðandi fegrunarmeðferðir þannig að fólk geti treyst því að þeir sem leitað er til, séu fagaðilar.“

Mynd/Skjáskot/Vísir

Lesa má viðtalið á Vísi hér.

Hér frá 56. mínútu má hlusta á Jennu í Síðdegisútvarpi Rásar 2.