Vilja áfram tvöfalda skimun - Davíð og Runólfur í Morgunblaðinu

„Það er gleðilegt að tek­ist hef­ur að halda fjölda inn­an­lands­smit­um inn­an skap­legra marka síðustu vik­ur og því eðli­legt að velta fyr­ir sér hvort nú sé betri tíð í vænd­um. Á hinn bóg­inn er áhyggju­efni að vax­andi fjöldi smita hef­ur greinst á landa­mær­un­um und­an­farna daga sem skýrist af því að far­ald­ur­inn er enn á miklu flugi í ná­granna­lönd­un­um,“ segja þeir Davíð O. Arnar og Runólfur Pálsson, yfirlæknar á Landspítala, í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Við telj­um því mik­il­vægt að áfram verði lögð áhersla á tvö­falda skimun við komu til lands­ins og að íhuga ætti að gera hana að skyldu.“

Í greininni segja þeir að tæp­lega megi gera ráð fyr­ir að lífið hér verði komið í eðli­legt horf fyrr en í fyrsta lagi eft­ir mitt ár 2021. „Að okk­ar mati er brýnt að fyr­ir­liggj­andi þekk­ing og reynsla verði nýtt til að veita vel ígrundaðar til­slak­an­ir sem miða að því að auka virkni sam­fé­lags­ins án þess að því þurfi að fylgja mik­il hætta á dreif­ingu smits.“

Þeir segja að skil­greina þurfi starf­semi og viðburði sem ætti að vera unnt að út­færa með sótt­varn­aráðstöf­un­um sem draga veru­lega úr smit­hættu og yrði þá höfðað til ábyrgðar for­svarsaðila á að regl­um yrði fram­fylgt auk þess sem eft­ir­lit yrði með starf­sem­inni. Þeir vara við áfenginu. „Af þeim sök­um er ástæða til að farið verði var­lega í aflétt­ingu tak­mark­ana á af­greiðslu­tíma vín­veit­inga­húsa.“

Þeir segja að sú spurning vakni hvort nýta megi reynslu af af­reksíþrótt­um á far­sótt­ar­tím­um við skipu­lag íþróttaiðkun­ar al­menn­ings. „Það ætti að vera mögu­legt að út­færa sótt­varn­ir á lík­ams­rækt­ar­stöðvum á þann hátt að smit­hætta sé í lág­marki.“ 

Þeir hvetja til að fólk virði reglur; hreinsi hendur, virði tveggja metra reglu og tak­marki hópa­mynd­un.

Myndir/Skjáskot/Morgunblaðið

Áskrifendur geta lesið greinina hér.