Vilhjálmur Ari ræðir COVID-stöðuna á Ströndum

Smit á sjúkrastofnuninni á Hólmavík gæti þýtt að meirihluti starfsmanna yrði að fara í sóttkví. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir sem starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku Landspítala, í grein á Eyjunni.is.

„Gamla fólkið stæði afar illa að vígi, á hjúkrunar- og elliheimilinu og úti í samfélaginu. Erfitt gæti verið með sjúkraflutninga suður á covid-deildir um hávetur. Eins að koma bara sýnum suður á LSH til greiningar. Bjargir gætu þannig verið fáar og erfiðar ef Covid19- hópsýking brytist hér út.“

Í pistlinum segir að í upphafi fjórðu bylgju Covid19 faraldursins hér á landi séu mikil vonbrigði og þegar loks eygir í bólusetningu eftir jafnvel mánuð. 

„Íslendingum hefur tekist með smitvörnum, samstöðu og smitrakningu að sýna meiri mótspyrnu gegn veirunni en flestar aðrar þjóðir frá upphafi faraldursins og smit í lok þriðju bylgju faraldursins með því minnsta í allri Evrópu og þar sem faraldurinn er enn í miklum vexti. Aðstæður í síðustu viku gætu varla hafa verið betri og margir farnir að hlakka til jólanna í smitlitlu landi.“

Lesa má pistilinn hér.