„Það er mjög erfitt fyrir lækna sem fara í sérnám í Bandaríkjunum að fá sérgreinina sína viðurkennda hér,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali við Vísir. Hún bendir á að þetta komi læknum mjög á óvart:
„Það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi þar.“
Steinunn gagnrýnir afgreiðsluna:
„Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“
Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að taka vel á móti nýjum sérfræðingum:
„Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“
Lesa má viðtalið í heild sinni hér
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13