Verðum að finna jafnvægi á spítalanum - Már á Rás 1

Umfang göngudeildar Landspítalans um COVID-19 sýkingarnar hefur dregist saman. Deildin vaktar nú um 600 manns en vaktaði um 1200 þegar mest var. Þetta kom fram í samtali Morgunvaktarinnar á Rás 1 við Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, nú í morgun. 

Rætt við við Má um það að áskorun sé að taka Landspítala af neyðarstigi eins og stefnt er að, sérstaklega varðandi mönnun. Már sagði einnig frá því að nú væru um 70 manns inni á spítalanum með COVID. Ekki væru allir með virkt smit.

„Ég held það séu 61 með virkt smit inni á spítalanum ennþá,“ sagði hann. Ágætlega gangi að glíma við sýkinguna.

„Spítalinn er stórt skip og svo margir sem starfa þarna. Þetta er tiltölulega afmarkað verkefnið og fullt af fólki sem hefur svigrúm til að starfa. Við þurfum að finna jafnvægi á milli valkvæðrar starfsemi og þess að manna þessar deildir sem að hafa COVID-sjúklingana. Það er einstigið sem er verið að feta þessa dagana.“ Veikleiki í sýkingarvörnum Landspítala hafi afhjúpast í þessum faraldri.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Hlusta á viðtalið við Má á Morgunvakt Rásar 1 hér.