Veiran útbreiddari nú en áður - Bryndís Sig á Morgunvaktinni

„Veiran er útbreiddari og við teljum að þetta gangi ekki alveg jafn vel og gekk í vor. Ástæðan er sú að þessir einstaklingar sem hafa verið að greinast eru úti um allt í samfélaginu,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum á Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun. Hlusta má á viðtalið hér.

Hertar reglur vegna kórónuveirufaraldursins taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í frétt Vísis er listað upp hvað má og hvað ekki frá og með deginum í dag. Einnig er hægt að lesa minnisblað sóttvarnarlæknis.

„Það hefur verið mikið að gera, já,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið. Óskar segir í blaðinu í dag og birt var á mbl.is að mikil aukning hafi verið á einkennasýnatökum.

„Við vorum að fá líklega svona 7-800 manns á dag í einkennasýnatökur í síðustu viku en nú koma ríflega 1.500 manns á dag,“ er haft eftir Óskari. Nokkur hundruð til viðbótar fari í sýnatöku við lok sóttkvíar á hverjum degi.

Mynd/Læknablaðið/gag