Valkvæðar aðgerðir bíði til 17. nóvember - Þórólfur í Morgunblaðinu

Ekki er útlit fyrir að valkvæðar aðgerðir verði leyfðar á Landspítala eða utan hans á næstu dögum. Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að fyrst og fremst sé núna horft til 17. nóvember. Fyrirmæli landlæknis um frestun slíkra aðgerða frá 26. október síðastliðnum ná til þess dags. 

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir í fréttinni að áður en yfirvöld hafi ákveðið að fresta valkvæðum aðgerðum hafi þegar verið dregið úr starfseminni. 

„Við áætlum að nú séu gerðar um það bil 35 aðgerðir hvern virkan dag en venjulega eru þær um 100,“ segir hún. Anna Sigrún segir enn fremur að aðeins séu gerðar bráðaaðgerðir.

Mynd/Læknablaðið

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast blaðið hér.