Umdeild notkun ópíóðalyfja

Reyn­ir Arn­gríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, seg­ir nauðsyn­legt að fækka ópíóðalyfj­um í um­ferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíkni­vand­ann. Hann seg­ir lyf­in gegna mik­il­vægu hlut­verki ef þau eru rétt notuð, t.d. eft­ir skurðaðgerðir, við krabba­meini og í líkn­ar­meðferð, en tel­ur notk­un slíkra lyfja við stoðkerf­is­verkj­um um­deilda.

„Á und­an­förn­um árum hef­ur notk­un þess­ara lyfja vegna langvar­andi stoðkerf­is­verkja vaxið, eins og t.d. bak­verkja. Þar er gagn­sem­in miklu um­deild­ari vegna þess að við langvar­andi notk­un mynd­ar lík­am­inn þol fyr­ir þess­um morfín­skyldu lyfj­um og þá get­ur verið hætta á ávana­bind­ingu. Þá eru það frá­hvarf­s­ein­kenn­in sem kalla á meiri notk­un ekki síður en verk­irn­ir, þannig að notk­un­in er um­deild,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við að lækn­ar þurfi að end­ur­hugsa slíka notk­un. 

                                                                                  Sjá nánar á mbl.is