Um alvarlega stöðu bráðaþjónustu Landspítala um hátíðirnar

Yfir hátíðirnar hefur mikill fjöldi fólks þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala með alvarleg veikindi á borð við slæmar öndunarfærasýkingar. Óvenju hátt hlutfall þeirra hefur þarfnast innlagnar á spítalann en sem dæmi má nefna að dagana 24.-27. desember 2022 voru 188 sjúklingar lagðir inn á Landspítala en heildarfjöldi bráðalegurýma á lyf- og skurðlækningasviðum spítalans er samtals 280. Heildarnýting á þessum 280 legurýmum er alla jafna yfir 100%, sem þýðir einfaldlega að rúmin eru fullnýtt, allt árið um kring. Innlagnir 188 bráðveikra sjúklinga á þremur dögum er því augljóslega gríðarlega krefjandi fyrir starfsemi Landspítala.

Sjá nánar frétt á vef Landspítalans