Tímamótalyf við Alzheimer - Steinunn og Jón í fjölmiðlum

Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt Alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir við RÚV líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað.

 „Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti í gær skilyrt leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfjarisinn Biogen þróar lyfið sem er ætlað alzheimer-sjúklingum,“ segir í fréttinni og segir Steinunn þar Lyfjastofnun Bandaríkjanna hafa tekið ákvörðun um leyfið með óvenjulega opnum hug, því ekkert hafi gerst í þróun lyfja við alzheimer lengi.

Jón Snædal öldrunarlæknir ræddi um sama lyfið í Bítinu á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér fyrir neðan.

Mynd/Skjáskot/RÚV

 

Sjá fréttina á RÚV

Hlusta á Jón Snædal í Bítinu á Bylgjunni