Tilnefndar til félagsaðildar í Royal College of Physicians í London

Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Inga Sif Ólafsdóttir lyf- og lungnalæknir á Landspítala hafa verið tilnefndar til að verða félagar í Royal College of Physicians (RCP) í London. Báðar hafa komið að innleiðingu sérnáms í almennum lyflækningum á Landspítala sem er í samvinnu við RCP. Það þykir mikill heiður að vera félagi í þessum samtökum sem halda upp á 500 ára afmæli sitt á þessu ári

Lí óskar Önnu Björgu og Ingu Sif hjartanlega til hamingju með þennan verðskuldaða heiður. Læknar eru í fararbroddi í að eyða staðalímyndum í heilbrigðisstétta. Konum fjölgar stöðugt í læknastétt og þær eru greinilega öðrum ungum konum í samfélaginu góð fyrirmynd. Í dag, árið 2018 var hlutfall íslenskra kvenna í útskriftarárgangi úr læknanámi orðið 67%% eða tveir af hverjum 3 læknakandídötum þetta árið eða 45 úr 70 manna hópi.   

 

          Sjá frétt á vef Landspítalans