Þingmenn vilja afstöðu lækna til dánaraðstoðar - Fréttablaðið

Sjö þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, Við­reisnar, VG, Pírata og Sam­fylkingar hafa óskað þess að heil­brigðis­ráð­herra verði falið að gera skoðana­könnun meðal heil­brigðis­starfs­fólks um af­stöðu þess til dánar­að­stoðar. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Ára­tugur er síðan slík könnun var síðast fram­kvæmd.

Sagt er frá því að Bryn­dís Haralds­dóttir, þing­kona Sjálf­stæðis­flokksins, sé fyrsti flutnings­maður til­lögunnar. Skýrsla heil­brigðis­ráð­herra um málið sem kom út í fyrra hafi veirð gerð að hennar beiðni, auk annarra þing­manna.

„Í til­lögunni segir að mark­miðið með slíkri skoðana­könnun væri að fá sem „gleggsta mynd af af­stöðu heil­brigðis­starfs­fólks til á­lita­efnisins“.“

Sjá hér.