Það þarf að fjármagna þennan spítala svo miklu betur

Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, seg­ir fé­lags­menn taka und­ir orð Run­ólfs Páls­son­ar, for­stjóra Land­spít­al­ans um að ekki sé hægt að reka spít­al­ann áfram með sam­bæri­leg­um hætti og gert hef­ur verið.

Enn frem­ur seg­ir hún að ákveðið fyr­ir­hyggju­leysi hafi orðið til þess að kerfi spít­al­ans höndli ekki vax­andi álag.

„Ég held að það liggi al­gjör­lega í aug­um uppi að það þurfi að fjár­magna þenn­an spít­ala svo miklu bet­ur, en þetta er margþætt­ur vandi sem spít­al­inn glím­ir við."

Stein­unn seg­ir að mann­ekla á spít­al­an­um skýrist ann­ars veg­ar af því að lækna­nem­ar séu of fáir hér á landi og hins veg­ar af því að spít­al­inn bjóði hvorki þau kjör sem sér­fræðilækn­ar geti sætt sig við né nógu gott starfs­um­hverfi.

60 pláss eru í lækna­deild hér­lend­is, en flest­ir lækn­ar sem út­skrif­ast hér­lend­is fara í sér­nám í út­lönd­um og hef­ur verið erfitt að fá það fólk til að starfa hér á landi.

„Þetta snýst ekki bara um pen­inga, held­ur álag sem við finn­um fyr­ir alls staðar þar sem lækn­ar starfa. All­ir starfs­mögu­leik­ar hér­lend­is bjóða upp á eitt­hvað svipað og þess vegna leita lækn­ar út fyr­ir land­stein­ana."

Hún seg­ir að það þurfi að fjölga í lækna­deild hér­lend­is og vill fá í það minnsta 90 nem­end­ur á ári til að standa und­ir þeirri eft­ir­spurn sem er eft­ir starfs­kröft­um í framtíðinni.

Sjá viðtalið við Steinunni á mbl.is