Tæplega helmingur lækna í námi erlendis

Þegar tölur yfir útskrifaða lækna frá Íslandi eru skoðaðar, vekur strax athygli hversu stór hluti útskrifast úr grunnnáminu við útlenda háskóla. Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands útskrifuðust 49 læknar frá Háskóla Íslands vorið 2020 en 34 íslenskir læknar frá erlendum háskólum. Árið eftir, 2021, útskrifuðust 50 læknar frá HÍ en 35 frá erlendum háskólum og í vor, árið 2022, útskrifuðust 32 læknar frá HÍ og 26 erlendis. Hlutfall íslenskra lækna sem fara í grunnnám erlendis er því mjög hátt eða rúmlega 42% að meðaltali, þessi þrjú síðustu ár. Samkvæmt mannaflaspá Læknafélags Íslands þarf að útskrifa fleiri en 90 lækna árlega til að nægnýliðun sé í faginu. 

Sjá frétt í Morgunblaðinu 11.8.2022