Svandís sendir Landspítala bréf vegna greininga á leghálssýnum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent Landsspítala bréf. Þar óskar hún svara við því hvort að Landsspítalinn sé í stakk búinn til að greina leghálssýni sem tekin eru hér á landi. Það sé þvert á það sem áður hafi komið fram hjá spítalanum. Þetta kom fram í máli Svandísar á Alþingi í gær og var birt á vef Fréttablaðsins.

„Landspítalinn fékk erindi frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í júlí þar sem spurt var um það hvort Landspítalinn gæti tekið að sér að lesa úr þessum sýnum. Heilsugæslan fékk svar um það að Landspítalinn sæktist ekki eftir því verkefni í ágúst,“ er haft eftir Svandísi þar.

„Niðurstaðan varð danska rannsóknastofan sem er á heimsmælikvarða og er að lesa úr sýnum fyrir bæði Svía og Dani og fleiri. Það skiptir afar miklu máli að átta sig á því að við gerum ekki minni kröfur um öryggi fyrir íslenskar konur heldur en konur í Evrópu.“

Mynd/Heilbrigðisráðuneytið

Sjá fréttina hér.

Viðtal við heilbrigðisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér.