Styr um stjórnarkjör hjá SÁÁ - Valgerður og Þórarinn í fjölmiðlum

Styr stendur um stjórnarkjör á sjúkrahúsinu Vogi. Sagt er frá því í Fréttablaðinu að Valgerður Rúnarsdóttir, yf­ir­lækn­ir á Vogi segi í færslu á facebook síðu sinni að rangfærslum hafi verið haldið á lofti varðandi lokanir á Vogi. Valgerður segir:

„Til að leiðrétta rangfærslur um SÁÁ skal tekið skýrt fram að engar lokanir eru á áætlun á sjúkrahúsinu Vogi."

Í Fréttablaðinu segir einnig að í síðustu viku hafi þær Erla Björg Sigurðardóttir og Olga Kristrún Ingólfsdóttir, meðlimir í fram­kvæmda­stjórn SÁÁ sagt frá því að hagræðing­ar­til­lög­ur yf­ir­lækn­is á Vogi sneru meðal ann­ars að því að loka sjúkra­hús­inu í átta vik­ur að sumri og að breyta opn­un­ar­tíma á meðferðar­heim­il­inu Vík í fimm daga á viku, í stað sjö. „Sögðu þær að þessar tillögur hefðu komið frá Valgerði en ekki hugnast framkvæmdastjórninni," segir í fréttinni.

Þá var sagt frá því á mbl.is í gær að Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir og formaður SÁÁ, kipp­i sér ekki upp við bréf 57 starfs­manna meðferðarsviðs SÁÁ þess efn­is að þeir vilji ekki fá Þór­ar­in aft­ur í stöðu for­manns. Þór­ar­inn var til viðtals í morg­unút­varpi Rás­ar 2 í gærmorg­un.

Mynd/Skjáskot/Fréttablaðið

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Frétt Fréttablaðsins hér

Frétt mbl.is hér

Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í Morgunútvarpi Rásar 2 hér