Staðan á Landspítala verulegt áhyggjuefni

Formaður læknaráðs Landspítalans segir að uppsagnir ljósmæðra og yfirvofandi yfirvinnubann ógni góðum árangri í baráttunni gegn andvana fæðingum og nýburadauða. Staðan vegna kjaradeilu ljósmæðra sé verulegt áhyggjuefni.Ljósmæður höfnuðu tilboði samninganefndar ríkisins í gær og sagði formaður samninganefndar að staðan væri orðinn verri.
 

Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala, segir stöðuna áhyggjuefni.

„Mér líst ekki vel á þessa stöðu og hef verulegar áhyggjur af henni bæði fyrir fæðandi konur og svo þann dýrmæta starfskraft sem þessar reyndu ljósmæður eru. Við í stjórn læknaráðs höfum ályktað um þetta mál og hvetjum báða samningsaðila til að komast að niðurstöðu. En nú finnst okkur eiginlega nóg komið. 

                                                                              Sjá frétt á ruv.is