Skortur nánast hvert sem litið er

„Þetta eru mik­il von­brigði og okk­ur finnst þetta end­ur­spegla að það sé ekki al­veg verið að hlusta á það sem við erum að reyna að koma á fram­færi, um að það sé skort­ur nán­ast hvert sem litið er í kerf­inu. Þessi fjár­lög eru ekki að hafa mik­il áhrif þar á, það er al­veg ljóst,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is um fjár­laga­frum­varpið sem var kynnt á mánu­dag­inn.

„Þetta er rétt til að halda í horf­inu og varla það ef maður er að horfa til mjög hraðrar öldrun­ar þjóðar­inn­ar á allra næstu árum, íbúa­fjölg­un og gríðarlegr­ar fjölg­un­ar ferðamanna,“ seg­ir Stein­unn.

HÉR má lesa viðtalið við Steinunni