Skoða hvort fólk hafi fengið COVID-19 í annað sinn - Már á RÚV

Landspítali hefur 3 til 4 tilfelli til skoðunar þar sem grunur leikur á endursmiti af veirunni sem veldur COVID. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í gær.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, sagði einnig í fréttinni ógnvekjandi að fólk með krabbamein, t.d. Í blóðlíffærum, hafi átt í vandræðum með að komast yfir þessar sýkingar.

Landspítali sagði frá því á vef sínum í gær að þrír sjúklingar hafi í gær sunnudag verið inniliggjandi á legudeildum með COVID-19. 544 væru í eftirliti á COVID göngudeild þar af 51 barn.

Már var í gær á Sprengisandi Bylgjunnar. Heyra má viðtalið hér. Hann sagði vonbrigði hve illa bólusetningin virðist hemja veiruna meðal fólks. 

Mynd/Skjáskot/RÚV

  • Frétt RÚV hér.
  • Tilkynning Landspítala hér.