Skammsýni og sóun

Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.


Kerfið segir nei

Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis.

 

Sjá grein eftir Steingrím Ara Arason á visir.is