Sérgreinalæknar vilja vera hluti af lausninni - Þórarinn á RÚV

„Sérgreinalæknar eru virkilega tilbúnir að vera hluti af lausninni. Við erum alls ekki hluti af vandamálinu og alveg ljóst að ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur í fréttum RÚV. 

Þórarinn ræddi þar um fréttir þess efnir að fáir sérgreinalæknar byðu þjónustu úti á landi. Þórarinn sagði mikilvægt að gert væri eftirsóknarvert fyrir sérgreinalækna að starfa úti á landi. Þeir vildu ekki veita þar undirmálsþjónustu við bágan tækjakost. 

„Sumar greinar þurfa að geta sent fólk í myndatöku og það er jafnvel bara hægt í Reykjavík,“ benti hann á. „Það þarf að ræða málin og við erum tilbúin í það samtal.“

Mynd/Skjáskot/RÚV

Sjá nánar hér.