Segir spítalann geta lært af sjávarútveginum

Ei­ríkur Jóns­son, þvag­færa­skurð­læknir sem vann á Land­spítala í ára­tugi, segist ekki muna eftir því að reksturinn á spítalanum hafi verið vand­ræða­laus. Hann segir margt líkt með starf­semi spítalans og sjávar­út­vegs­fyrir­tæki og segir spítalann geta lært mikið af sjávar­út­veginum.

„Margt dynur á Land­spítala um þessar mundir og heims­far­aldur setur alla hefð­bundna starf­semi úr skorðum. Reksturinn var þó ekki vand­ræða­laus fyrir og í raun man ég ekki eftir að hann hafi verið í lagi þá ára­tugi sem ég hef unnið á stofnuninni. Af því að mér er annt um það mikil­væga starf sem þar er unnið, vaknar spurningin: „Hvað er til ráða?“ skrifar Ei­ríkur í að­sendri greiní Lækna­blaðinu.

Ei­ríkur vann nokkur sumur í fisk­vinnslu og við tog­veiðar í Vest­manna­eyjum um miðjan áttunda ára­tuginn.

„Þetta var fyrir daga kvóta­kerfisins og höfnin var full af troll­bátum. Allir kepptust við að veiða sem mest og iðu­lega var land­burður af fiski. Bryggjan fyrir framan Fisk­iðjuna fylltist af fiski þegar hæst stóð í stönginni. Vinnslu­línan lá frá mót­tökunni inn í véla­salinn, gegnum flaka­snyrtingu, pökkun og loks í tækin þar sem af­urðin var hrað­fryst,“ skrifar Ei­ríkur.

Sjá viðtal við Eirík í Fréttablaðinu