Segir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sé hálflömuð af fjársvelti

Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar segir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sé hálflömuð af fjársvelti og geti illa sinnt þeim verkefnum sem hún eigi að sinna. Það sé erfitt fyrir heilan landsfjórðung þegar svo sé komið fyrir einni af höfuðstofnunun hans. Óskað verði eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða ástandið.
 

Fjórir af stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hafa sagt upp störfum á skömmum tíma. Uppsagnirnar eru af ólíkum toga en hjá flestum kemur fram að fjárskortur, hallarekstur og erfiðar niðurskurðaraðgerðir hafi haft vond áhrif á starfsandann og að andrúmsloftið hafi lengi verið þungt.

                                                                                 Sjá frétt á RUV