Rannsókn Unnar Önnu Valdimarsdóttur fær 150 milljónir

Rannsóknarhópur undir forystu Unnar Önnu Valdimarsdóttur, prófessors í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hefur hlotið um 150 milljóna króna styrk. Styrkurinn er frá norrænu rannsóknastofnuninni NordForsk. Greint er frá styrkveitingunni á vef Háskóla Íslands.

Styrkurinn er veittur til rannsóknar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á geðheilsu í fjórum norrænu ríkjanna og Eistlandi. Rannsókn Unnar og rannsóknarhóps hennar nefnist Þróun geðheilsu í áhættuhópum fimm landa í heimsfaraldri COVID-19.

„Rannsóknin er eitt fimm norrænna rannsóknarverkefna sem tengjast heimsfaraldrinum sem fá styrk að þessu sinni. Öll hafa það að markmiði að auka þekkingu í þágu heimsins alls á áhrifum þessa skæða sjúkdóms,“ segir á vefnum.

Mynd/Skjáskot/HÍ

Sjá nánar hér.