Ragnar Freyr gagnrýnir aðgerðaleysi í aðstöðumun landshluta

Ég er með fjölda sjúklinga af Austurlandi sem koma reglulega til mín í heimsókn til mats, meðferðar og eftirlits. Forstjóri HSA hefur ekkert verið í sambandi við mig eða kollega mína og óskað eftir því að við komum Austur til að sinna gigtarveikum,” segir Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir í status á Facebook. 

Ragnar Freyr vísar þar til fréttar RÚV þar sem segir að ekkert skyldi sérgreinalækna til að veita þjónustu úti á landi. „Þjónusta þeirra á landsbyggðinni er því tilviljanakennd og oftar en ekki vegna tengsla við heimamenn. Óásættanleg staða, að mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.“ 

Hann segir heldur engan frá Vestmannaeyjum, Höfn, Neskaupsstað, Akureyri, Sauðárkróki eða Ísafirði hafa verið í bandi. „Og ekki hefur SÍ haft frumkvæði á því að bjóða sérfræðilæknum að fara slíkar ferðir. Það væri auðvitað hægt að skipuleggja slíkt. Guðjón Hauksson - þú sendir bara PM.“

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir við RÚV aðstöðumuninn ekki ásættanlegan. Ekki hafi tekist með kerfisbundnum hætti að skipuleggja hvernig þjónustu sérgreinalækna sé veitt vítt og breitt um landið. Hann segist finna fyrir vilja heilbrigðisyfirvalda til þess að laga stöðuna og segir mikilvægt að þau skilgreini ákveðnar tegundir sérgreinaþjónustu sem nærþjónustu, sem þýði að hana eigi að veita í heilbrigðisumdæmunum. 

Í frétt RÚV kemur fram að Sjúkratryggingar Íslands endurgreiði fólki ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu. 544 milljónir hafi farið í endurgreiðslu alls ferðakostnaðar í fyrra. 

Mynd/Samsett/RÚV

Sjá frétt RÚV.