Ragna sú yngsta sem fær B.Sc.-gráðu í lækn­is­fræði

Ragna Krist­ín Guðbrands­dótt­ir er sú yngsta sem hef­ur út­skrif­ast með B.Sc.-gráðu í lækn­is­fræði hér á landi. Ragna verður 21 árs síðar á ár­inu.

„Það var auðvitað góð til­finn­ing en þetta var ekki al­veg komið til af góðu. Ég fór upp um bekk í grunn­skóla vegna þess að ég lenti í svo miklu einelti. Síðan var ég bara þrjú ár í mennta­skóla sem var vegna stytt­ing­ar mennta­skól­ans. En þetta var mjög góð til­finn­ing samt sem áður. Ég er tveim­ur árum yngri en þeir yngstu sem eru að út­skrif­ast með mér,“ seg­ir Ragna í Morg­un­blaðinu í dag.

Mynd/Skjáskot/Mbl.is

Sjá fréttina hér.