Ráðherra hafi misskilið svarið - Jón Gunnlaugur á Bylgjunni

Misskilningur, var svar Jóns Gunnlaugs Jónassonar, yfirlæknis meinafræðideildar Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, um leghálskrabbameinsskimanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Hann segir í viðtalinu heilbrigðisráðherra hafa misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Erindi sé nú hjá spítalanum að kanna hvort hann geti sinnt skimununum og hvað það kosti. Ráða þurfi sérhæft starfsfólk til að skoða svona sýni og fá sérhæfðan tækjabúnað til verksins. Landspítalinn reyni að svara fyrir 15. mars.

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, sagði við Læknablaðið að deildin hans hefði getað tekið greiningarnar. „Við hefðum getað greint öll sýnin sem biðu, og auk þess tekið að okkur allar HPV-skimanirnar á Íslandi með nýja afkastamikla tækinu okkar. Ekki nein spurning um skort á öryggi og gæðum, enda fékk deildin faggildingu frá SWEDAC á síðasta ári.“

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá frétt Vísis hér.

Viðtalið á Bylgjunni hér.