Ótækt að gleyma að endurnýja svo mikilvæga reglugerð

Aðeins stopular viðræður hafa verið milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi lækna frá 2018, þegar síðasti samningur um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga rann út, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Hluti lækna og læknastöðva hafa hætt að senda rafræna reikninga til Sjúkratrygginga.

Síðan samningurinn rann út, í lok árs 2018, hefur reglugerð um endurgreiðslu verið endurnýjuð þrettán sinnum, að sögn Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur. Reglugerðin rann síðast út á miðnætti í fyrradag og fyrir mistök í heilbrigðisráðuneyti var hún ekki endurnýjuð í tæka tíð. Hún var endurnýjuð í gær og gildir til 31. október.

Hér má lesa viðtal á ruv.is við Ragnar Frey formann LR