Nýtt minnisblað og minna álag af 4. bylgju en menn væntu - Mbl.is

Færri hafa lagst inn á spít­ala hér­ á landi en bú­ist var við nú í fjórðu bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þetta seg­ir Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­ala á mbl.is. Forsvarsmenn á Land­spít­ala hafi óttaðist að allt að 10% þeirra sem sýkt­ust þyrftu á inn­lögn að halda, í stað 4% í fyrri bylgj­um. Var það byggt á reynslu er­lendra þjóða af breska afbrigðinu. Landspítali var færður af hættustigi á óvissustig í gær.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur sent nýtt minn­is­blað til heil­brigðisráðherra. Það inniheldur til­lög­ur að aðgerðum á landa­mær­un­um. MBL.is segir þær inn­an nú­ver­andi lag­aramma og að hans mati ekki eins áhrifa­rík­ar en fyrri til­lög­ur voru.

Mynd/Skjáskot/Mbl.is