Nýja þjóðarsjúkrahúsið rís

Í næsta mánuði verður byrjað að steypa upp nýtt þjóðar­sjúkra­hús á Land­spít­ala­lóðinni. Samið var við bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið Eykt um að vinna verkið fyr­ir tæpa 8,7 millj­arða króna og er áætlað að það taki þrjú ár. Enda verður þetta ein stærsta bygg­ing Íslands, um 70.000 fer­metr­ar. Síðan tek­ur við vinna við inn­rétt­ing­ar og ann­an frá­gang og áætlað er að taka sjúkra­húsið í notk­un árið 2025-2026.

Meðferðar­kjarn­inn, eins og ein­ing­in er nefnd, er stærsta ein­staka bygg­ing Hring­braut­ar­verkefnisins. Þetta verður lykilbygging nýs spítala þar sem hægt verður að meðhöndla 480 sjúklinga miðað við hámarksálag.

Hér má lesa fréttina í Morgunblaðinu