Ný vísindagrein Decode og lækna um Covid-19

Ekki dregur úr mótefni í blóði fólks sem smitast af COVID-19 fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Það er niðurstaða vísindagreinar starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem birtist í The New England Journal of Medicine í gær 1. september. 

Kári Stefánsson og Daníel Guðbjörnsson, stærðfræðingur og fyrsti höfundur greinarinnar, ræddu niðurstöðuna á Morgunvakt Rásar 1 í morgun. Hlusta má á viðtalið  hér, klukkustund inn í þáttinn. Lesa má fréttatilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar hér og vísindagreinina sjálfa hér.

Kári skrifar einnig opið bréf til Harðar Ægis­sonar, ritstjóra Markaðarins, í Fréttablaðinu, sem svar við leiðara hans þann 28. ágúst 2020. Lesa má bréfið hér.

Mynd/Skjáskot/Íslensk erfðagreining