Ný hjúkrunarrými leysi fráflæðisvanda

Nauðsyn­legt er að leysa þann frá­flæðis­vanda sem rík­ir á Land­spít­ala, sem lýs­ir sér í því að rými, sem eiga að heita bráðadeild, eru að miklu leyti full af sjúk­ling­um sem ættu að liggja á legu­deild. Þetta seg­ir Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, formaður lækn­aráðs Land­spít­ala.

Lækn­aráð sendi í morg­un frá sér álykt­un til stjórn­valda þar sem lýst er áhyggj­um af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga sem mögu­lega bera fjölónæm­ar bakt­erí­ur á bráðamót­töku.

Ebba seg­ir út­lit fyr­ir að ástandið muni batna til muna með nýj­um meðferðar­kjarna Land­spít­ala, sem senni­lega verður tek­inn í gagnið eft­ir fjög­ur ár, en þangað til þurfi tíma­bund­in úrræði.

 „Þetta er í raun keðju­verk­un. Á bráðdeild er fólk sem ætti að vera á legu­deild, en legu­deild­in er full af fólki sem ætti heima á hjúkr­un­ar­heim­il­um.“ Nauðsyn­legt sé að reisa ný hjúkr­un­ar­heim­ili, og ekki síst manna þau en þar hef­ur hníf­ur­inn staðið í kúnni. Illa gangi að manna þau nýju hjúkr­un­ar­heim­ili sem sprottið hafa upp.

Sjá frétt á mbl.is