Nærri 1.000 læknar hvetja til betra kerfis - Theódór á Bylgjunni

„Okkur er ekki að takast að vinda ofan af ástandinu,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir og upphafsmaður undirskriftarsöfnunar á vefsíðu Íslenskra lækna, í viðtali við Bítið á Bylgjunni nú í morgun. Staðan hafi líklega ekki verið verri. Biðlistar aldrei lengri.

Á morgun hyggst hann afhenda fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista nærri 1.000 lækna sem hvetja til þess að staðan á Land­spít­al­a og í heil­brigðis­kerf­inu öllu verði verulega bætt.

Mynd/Skjáskot/Vísir

 

  • Hlustaðu á Theódór á Bylgjunni hér.
  • Sjáðu frétt Mbl.is hér.