Minna um alvarlegar sýkingar - Karl í Morunblaðinu

Mjög dró úr alvarlegum sýkingum af völdum þriggja algengra baktería þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gærdag. 

Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, greinir frá því að þetta komi fram í fjölþjóðlegri rannsókn sem Ísland hafi tkeið þátt í. Könnunin náði til 26 landa í sex heimsálfum og er samstarf rannsóknastofanna kallað IRIS. 

„Þetta eru mikilvægar bakteríur sem geta leitt til sýkinga í blóði, lungnabólgu og heilahimnubólgu. Þessar algengu bakteríur eru pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae), Haemophilus influenzae og meningókokkar (Neisseria meningitidis). Þetta eru allt bakteríur sem við bólusetjum fyrir núna og þess vegna er t.d. heilahimnubólga orðin mjög sjaldgæf hér á landi. Allar þessar bakteríur geta einnig valdið blóðsýkingum, sérstaklega pneumókokkarnir.“

Karl segir í Morgunblaðinu rannsóknina sýna að sýkingum af völdum þessara þriggja baktería hefði fækkað mjög marktækt mikið á liðnu vori, á Íslandi eins og í öðrum löndum. Karl segir í Morgunblaðinu þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en ánægjulegt sé að fá þetta staðfest.

Áskrifendur geta nálgast Morgunblaðið hér.

Mynd/Læknablaðið