Mikill skortur er á heimilislæknum hér á landi og fjögur ár í að ástandið batni

Rætt er við Margréti Ólafíu Tómasdóttur fomann Félags íslenskra heimilislækna um skort á heimilislæknum á Íslandi, á visir.is. Margrét segir ástæðu þessa skorts meðal annars þá að lítil nýliðun hafi verið í heimilislækningum en það þyrftu 90-100 manns að vera í sérnáminu á hverjum tíma og um 20 mann að útskrifast á hverju ári til að viðhalda því sem þarf, en þeir hafa verið um 6-10 sem útskrifast. Sérnám í heimilislækningum hafi þó verið í mikilli uppsveiflu undanfarin ár en það þurfi að bíða eftir að þeir læknar útskrifist í allt að fjögur ár til viðbótar og uppúr því fari ástandið vonandi að batna eitthvað. Það er söguleg lægð í fjölda heimilislækna og á næstu árum eru fjölmargir af eldri heimilislæknum að komast á eftirlaun. 

Hér má heyra viðtalið við Margréti Ólafíu á visir.is