Mikael Smári nýr yfirlæknir á Bráðamóttökunni

Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tók formlega við stöðunni 1. apríl en hafði verið staðgengill yfirlæknis eftir að Jón Magnús Kristjánsson sagði upp í janúar. Jón Magnús tók við nýju starfi framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsuvernd í mars.

Á vef Landspítala má lesa að ikael Smári hafi lokið námi frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 2000 og hlotið almennt lækningaleyfi hér á landi árið 2002.

„Mikael Smári er með sérfræðileyfi í bráðalækningum í Ástralíu frá 2012 og á Íslandi frá 2015.
Hann stundaði nám og störf á ýmsum deildum sjúkrahúsa í Christchurch og Dunedin á Nýja-Sjálandi innan ramma sérnáms í bráðalækningum á vegum Australasian College for Emergency Medicine (ACEM).

Frá árinu 2015 hefur Mikael Smári verið sérfræðilæknir á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi og hefur verið staðgengill yfirlæknis.
Hann hefur mikla reynslu af bráðalækningum utan sjúkrahúsa bæði hérlendis og erlendi og hefur m.a. verið þyrlulæknir frá því hann hóf störf á bráðamóttökunni árið 2015. Þá hefur hann verið formaður stjórnar Félags bráðalækna á Íslandi frá 2017.“ Sjá hér.