Lækn­ir­inn í eld­hús­inu seg­ir fitu góða og jafn­vel vernd­andi

Ragn­ar Freyr Ingva­son seg­ir mettaða fitu vera skaðlausa í rétt­um magni en fólk ætti að að gæta sín á mikið unn­um kol­vetn­um.

„Ný­lega birt­ust niður­stöður PURE-rann­sókn­ar­inn­ar í Lancet og voru þær kynnt­ar á Evr­ópuþingi hjarta­lækna sem haldið var í Barcelona á Spáni. Um er að ræða geysi­lega stóra og um­fangs­mikla far­alds­fræðilega rann­sókn með 135 þúsund þát­tak­end­um sem spann­ar fimm heims­álf­ur,“ seg­ir Ragn­ar sem kynnti sér málið ít­ar­lega en Ragn­ar er meðal ann­ars gigt­ar­lækn­ir.

„Í þess­ari rann­sókn var fólki á aldr­in­um 35-70 ára fylgt eft­ir í að meðaltali 7,4 ár og var fæðuinn­taka þess­ara þátt­tak­enda skráð með notk­un á víðtæk­um spurn­ingalista í upp­hafi rann­sókn­ar­inn­ar og svo handa­hófs­kennt úr­val úr hverju landi eft­ir því sem leið á rann­sókn­ina. Þessu fólki var svo fylgt eft­ir og öll dauðsföll skráð sem og sjúk­dóm­ar í hjarta og æðakerfi (hjarta­áföll, heila­slag, hjarta­bil­un) og einnig dauðsföll af öðrum or­sök­um en af völd­um hjarta og æðasjúk­dóma,“ seg­ir Ragn­ar en niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar hafa vakið þó nokkra at­hygli þar sem þeir ein­stak­ling­ar sem neyttu hvað mestra kol­vetna sam­an­borið við þá sem borðuðu minnst af kol­vetn­um voru í 28 % .......

SJÁ FRÉTT HÉR