Kvartar yfir framkomu heilbrigðisráðherra - Kári í Kastljósi

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið ætli ekki að koma að skimunum á Keflavíkurflugvelli verði verkefnið unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 

Kári var gestur Kastljóss RÚV og sagði þar Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hegða sér eins og tíu ára barn. Orðrétt sagði Kári: „Við ætlum ekki að koma að þessari skimun ef hún verður unnin undir stjórn heilbrigðismálaráðuneytisisn. Vegna þess að samskiptin við heilbrigðismálaráðuneytið eru þannig að við treystum okkur ekki til þess.“ 

Sjá frétt RÚV hér.

Sjá Kastljós-þáttinn með Kára hér.