Kerfið virðist orðið of stíft - Þorbjörn á Stöð 2

Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 og Vísi margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins.

„Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent,“ segir hann. Reglur Samhæfingamiðstöðvarinnar hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar þar sem þær snúist um einstaklinga. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn.

Kveikjan að orðum Þorbjörns er frétt Vísis af því að sýni konu sem greinst hafði með frumubreytingar var hent. Sjá hér.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá frétt Stöðvar 2 og Vísis hér.