Jólagjöf Landspítala til hjálparstofnana

Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum Landspítalans saman og færðu mæðrastyrksnefnd í gær. Fréttablaðið greinir frá.

Landspítalinn gaf sex þúsund starfsmönnum sínum sjö þúsund króna inneign í skóbúðina Skechers í Kringlunni og Smáralind. 

Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, greindi frá söfnuninni á Facebook-síðu sinni. Hann segir þar að samtals hafi farið yfir 80 inneignanótur til mæðrastyrksnefndar. Fram kemur þar að fjöldi lækna og heilbrigðisstarfsfólks hafi gefið nótuna áfram. Kvennadeildin hafi til að mynda gefið til Hjálparstarfs kirkjunnar. 

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að nokkrir starfs­menn á mót­töku­geð­deildinni á Land­spítalanum hafi á­kveðið að gefa inn­eignina sína til Solaris – hjálpar­sam­tök fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk.

Mynd/skjáskot/Facebook