Íslensk uppgötvun í Nature Comm­unicati­ons - Hákon á mbl.is

Sagt er frá upp­götv­un á lyfi sem notað er til að meðhöndla arf­genga ís­lenska heila­blæðingu í grein ís­lenskra og banda­rískra vís­inda­manna í tíma­rit­inu Nature Comm­unicati­ons. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Há­kon­ Há­kon­ar­son­, for­stjóri erfðarann­sóknamiðstöðvar barna­há­skóla­sjúkra­húss­ins í Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um, leiðir hópinn sem fer fyrir greininni. Í henni kem­ur meðal ann­ars fram að lyfið geti haft já­kvæð áhrif á arf­gengt minn­is­leysi.

„Rannsókn okkar leiddi í ljós að afoxunarlyfið N-acetyl cystein (NAC) getur komið í veg fyrir að mýlildi (amyloid) fléttist saman í stærri einingar og falli út í æðar, heilavef og önnur líffæri og valdið miklu líkamstjóni. Skaðinn er oft fólginn í því að þessar próteinútfellingar loka æðum í heilanum sem getur orsakað heiladrep en þær geta líka veikt æðavegginn í heilaæðum og leitt til heilablæðingar. Þá er ljóst að þessar útfellingar geta einnig orsakað minnisleysi hliðstætt og sést í alzheimersjúkdómnum, en hjá mun yngra fólki sem oft hefur ekki sögu um klínískar heilablæðingar,“ segir Hákon í Morgunblaðinu í dag.

Sjáðu vísindagreinina í Nature Comm­unicati­ons r.

Sjáðu frétt mbl.is hér.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast blaðið hér.